Breytingar í 5. útgáfu

Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á leiðbeiningunum frá 4. útgáfu þeirra. Í endurskoðunarferlinu var lögð áhersla á að gera leiðbeiningarnar skýrari og notendavænni með almennum breytingum á formi, uppsetningu og orðalagi. Þá hefur verið bætt úr ýmsum ágöllum í takt við ábendingar frá notendum leiðbeininganna. Að lokum hafa tilmæli leiðbeininganna verið endurskoðuð með það að markmiði að leiðbeiningarnar henti íslensku atvinnulífi sem best, en séu á sama tíma í samræmi við alþjóðlega staðla og þróun.