Almennar breytingar

  • Þau tilmæli sem félögum er ætlað að fylgja eða skýra frávik frá eru nú merkt með númerum eftir röð.
  • Í upphafi flestra kafla leiðbeininganna er nú að finna stutt inngangsorð í skyggðum kassa.
  • Mörgum tilmælum leiðbeininganna fylgja nánari útskýringar sem eru merktar sérstaklega sem slíkar.
  • Samræmi í orðalagi leiðbeininganna hefur verið aukið og er nú til að mynda ávallt notast við orðalagið „stjórn skal“ þegar kveðið er á um skyldur stjórnar.
  • Gerð er grein fyrir „fylgið eða skýrið“ reglunni og hvernig skuli skýra frávik frá leiðbeiningunum í sérstökum kafla í inngangi.
  • Áður var fjallað um stjórnarhætti opinberra fyrirtækja í sérstökum viðauka en slíkur viðauki fylgir ekki 5. útgáfu leiðbeininganna.