Stjórnarmenn

 • 3.1 Stjórnarformaður
  • Tilmæli í lið 3.1.1 kveða nú á um að í starfsreglum stjórnar skuli liggja fyrir lýsing á störfum og ábyrgð stjórnarformanns.
  • Ný tilmæli kveða á um að stjórnarformaður skuli stuðla að því að verklag stjórnar sé í samræmi við lög, reglur og góða stjórnarhætti og að stjórn séu búnar sem bestar starfsaðstæður.
  • Tekið var úr upptalningu á störfum og ábyrgð stjórnarformanns að hann skuli hvetja til virkra skoðanaskipta innan stjórnar sem og á milli stjórnar og daglegra stjórnenda félagsins.

 • 3.2 Stjórnarmenn
  • Ný tilmæli kveða á um að stjórnarmenn skuli hafa nægan tíma til að sinna starfi sínu af heilindum.
  • Í lið 3.2.4 kemur nú fram: „Stjórnarmenn skulu hafa aðgang að sjálfstæðri sérfræðiráðgjöf á kostnað félagsins, telji þeir nauðsyn á slíku til að taka sjálfstæðar og upplýstar ákvarðanir.“