Undirnefndir stjórnar

  • 5.1 Stofnun og störf undirnefnda
    • Eftirfarandi texta hefur verið bætt við lið 5.1.1: „skulu allir stjórnarmenn hafa yfirsýn yfir þau mál sem eru unnin af undirnefndum og vera meðvitaðir um að ákvörðunarvald sé ávallt á hendi stjórnarinnar allrar“.

  • 5.3 Endurskoðunarnefnd
    • Hlutverk endurskoðunarnefndar hefur verið endurskoðað til samræmis við ákvæði laga um endurskoðunarnefnd.

  • 5.4 Starfskjaranefnd
    • Í lið 5.4.6 hafa þau tilmæli verið tekin út að ráðgjafar starfskjaranefndar skuli vera óháðir þeim stjórnarmönnum sem ekki eru óháðir.
  • Líkt og fram hefur komið var umfjöllun um starfskjarastefnu færð undir kafla 2.7.