Upplýsingar um stjórnarhætti

  • 6.1 Stjórnarháttayfirlýsing
    • Ekki er lengur kveðið á um að endurskoðunarnefnd skuli yfirfara stjórnarháttayfirlýsingu.

  • 6.2 Vefsíða félagsins
    • Við 1.tl. í lið 6.2.2 er nú einungis kveðið á um að á vefsíðu félagsins skuli birta stjórnarháttayfirlýsingar félagsins. Áður var einungis áskilnaður um að birta ætti stjórnarháttayfirlýsingar félagsins síðastliðinna þriggja ára.
    • Við lið 6.2.2 hefur verið bætt í 5. tölulið tilmælum um að ekki sé þörf á að hafa skrá yfir þá hluthafa og umboðsmenn hluthafa sem sótt hafa fundina á vefsíðu félagins. Þau tilmæli var áður að finna í kafla 1.4 um fundargerðir hluthafafunda sem hefur verið felldur út.
    • Við lið 6.2.2 hefur verið bætt í 6. tölulið eftirfarandi atriðum: „Upplýsingar um fyrirkomulag við skipun tilnefningarnefndar, starfsreglur nefndarinnar og upplýsingar um nefndarmenn. Upplýsingar um nefndarmenn skal birta í það minnsta sex mánuðum fyrir aðalfund.“