Fróðleikur

Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja eru gefnar út af Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq Iceland og Samtökum atvinnulífsins. Leiðbeiningarnar komu fyrst út árið 2004 og endurskoðuð útgáfa var gefin út ári síðar. Þriðja útgáfa leiðbeininganna var gefin út árið 2009 og og sú fjórða árið 2012. Nýjasta útgáfa leiðbeininganna kom út í maí árið 2015.

Hér má nálgast fyrri útgáfur leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja:

Til viðbótar við leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja hefur talsverð samvinna átt sér stað við nefndir og ráð sem hafa umsjón með gerð leiðbeininga um stjórnarhætti á Norðurlöndunum. Sú samvinna hefur leitt af sér samantekt sem hefur að geyma helstu einkenni Norrænna stjórnarhátta. Samantektina með nálgast hér að neðan.

Í apríl 2013 hóf starfshópurinn sem stendur að baki útgáfu leiðbeininganna þátttöku í samstarfi fjölmargra aðila sem gefa út sambærilegar leiðbeiningar í um 26 Evrópulöndum. Þetta samstarf gengur undir heitinu European Corporate Governance Network og hófst það árið 2007 en hefur tæplega þrefaldast í umfangi frá þeim tíma.

Hér má nálgast leiðbeiningar stjórnarhátta annarra Norðurlanda:

Einn helsti sérfræðingur Svía í stjórnarháttum, Per Lekvall, gaf út bókina The Nordic Corporate Governance Model árið 2014 og í henni fjallar hann um helstu einkenni norrænna stjórnarhátta. Bókina má nálgast hér.

Bækling frá European Corporate Governance Codes Network má nálgast hér.