Starfshópur um stjórnarhætti fyrirtækja

Í starfshópi um stjórnarhætti fyrirtækja sitja fulltrúar útgáfuaðila ásamt sérfræðingum úr atvinnulífi og háskólasamfélaginu. Við endurskoðun leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja leitaði starfshópurinn meðal annars til fulltrúa aðilarfyrirtækja Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins, fulltrúa mennta- og eftirlitsstofnana, ýmissa sérfræðinga í stjórnarháttum fyrirtækja, erlendra fræðimanna á sviði stjórnarhátta og stjórnarmanna ólíkra íslenskra fyrirtækja. Starfshópurinn vann úr þeim fjölmörgu ábendingum sem honum bárust frá þessum aðilum og tók ákvörðun um hvaða breytingar yrðu gerðar á leiðbeiningunum.

Verkefnisstjóri 5. útgáfu leiðbeininganna

Marta Guðrún Blöndal

Lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands


Í starfshópnum sátu eftirfarandi aðilar:

Bergþóra Halldórsdóttir
Lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins


Frosti Ólafsson
Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands


Páll Harðarson
Forstjóri Kauphallarinnar


Haraldur Ingi Birgisson
Lögfræðingur hjá Deloitte


Hildur Árnadóttir
Forstöðumaður fjárstýringar Íslandsbanka


Hjörleifur Pálsson
Ráðgjafi og formaður stjórnar Háskólans í Reykjavík


Þóranna Jónsdóttir (formaður)
Forseti viðskiptadeildar HR